Sport

Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum.
Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum. Getty/Alexander Hassenstein

Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United.

Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997.

Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu.

The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans.

Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool.

Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin.

Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu.

Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum.

Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum.

Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.