Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku

Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Leið eins og Messi og táraðist við brottförina

Jack Grealish var formlega kynntur til leiks hjá Englandsmeisturum Manchester City í dag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Grealish yfirgaf uppeldisfélag sitt Aston Villa við skiptin og segir hafa verið erfitt að yfirgefa heimahagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Hún er hérna til að skora

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson

Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Slæmt heimatap Norrköping í sex stiga leik

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem tapaði 2-1 fyrir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Norrköping dregst aftur úr í baráttunni um Evrópusæti með tapinu.

Fótbolti