Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Pique nýtir sér vinsældir Messis

Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid hækkar tilboðið í Mbappé

Spænska stórveldið Real Madrid lagði í dag fram nýtt og hærra tilboð í franska sóknarmannin Kylian Mbappé. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 146 milljónir punda, en forsvarsmenn PSG segja að afstaða þeirra hafi ekki breyst.

Fótbolti
Fréttamynd

Jorginho valinn leikmaður ársins hjá UEFA

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA. Tilkynnt var um verðlaunin samhliða því þegar dregið var í riðla Meistaradeildarinnar, en Jorginho vann þá keppni með Chelsea í fyrra, ásamt því að hampa Evrópumeistaratitlinum með Ítölum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík – Breiða­blik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi

Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Guðni skoraði tvö en Hammarby er úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby tóku á móti svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum tryggði Jón Guðni Hammarby framlengingu með tveimur mörkum, en liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu

Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörkin sem tryggðu Val titilinn og meistarafögnuður

Valskonur fögnuðu fram á nótt á Hlíðarenda í gærkvöld þegar þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í annað sinn á þremur árum. Þær tryggðu sér titilinn með sannkallaðri sýningu þegar þær unnu 6-1 sigur á Tindastóli.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erum að kíkja til framtíðar en ég hata að tapa

Fjórir leikmenn í nýjasta landsliðshópi karla í fótbolta, sem leikur í undankeppni HM í næstu viku, hafa ekki náð tvítugsaldri. Í hópnum eru einnig tvöfalt eldri leikmenn á borð við Kára Árnason og Hannes Þór Halldórsson.

Fótbolti