Las á netinu að við þyrftum sex stig svo það er „engin pressa“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist ekki vilja horfa á of marga leiki fram í tímann heldur einblína á leikinn við Rúmeníu á Laugardalsvelli næsta fimmtudagskvöld. Fótbolti 27. ágúst 2021 12:30
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar: Mikael og félagar fara til Serbíu | Leicester og Napoli saman í riðli Búið er að draga í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Midtjylland og Olympiacos eru einu Íslendingaliðin sem komust í riðlakeppnina. Fótbolti 27. ágúst 2021 11:01
Segir mótlætið hafa styrkt Val en gaf ekkert upp um rútuferðir sumarsins Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, segir mótlætið heldur betur hafa styrkt liðið en eftir að tapa stórt á heimavelli gegn þáverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks settu Valskonur í fluggírinn og eru verðugir Íslandsmeistarar. Íslenski boltinn 27. ágúst 2021 10:30
„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Fótbolti 27. ágúst 2021 10:01
Ronaldo búinn taka föggur sínar og kveðja leikmenn Juventus Cristiano Ronaldo hefur kvatt leikmenn Juventus og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann fari til Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti 27. ágúst 2021 09:19
Pique nýtir sér vinsældir Messis Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi. Fótbolti 27. ágúst 2021 09:01
Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins. Fótbolti 27. ágúst 2021 08:31
Ronaldo búinn að biðja um sölu frá Juventus Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims, vill komast burt frá ítalska stórveldinu Juventus. Talið er að Juventus fari fram á 25-30 milljónir evra fyrir Ronaldo. Fótbolti 26. ágúst 2021 22:59
Real Madrid hækkar tilboðið í Mbappé Spænska stórveldið Real Madrid lagði í dag fram nýtt og hærra tilboð í franska sóknarmannin Kylian Mbappé. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 146 milljónir punda, en forsvarsmenn PSG segja að afstaða þeirra hafi ekki breyst. Fótbolti 26. ágúst 2021 22:31
Jorginho valinn leikmaður ársins hjá UEFA Ítalski miðjumaðurinn Jorginho var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA. Tilkynnt var um verðlaunin samhliða því þegar dregið var í riðla Meistaradeildarinnar, en Jorginho vann þá keppni með Chelsea í fyrra, ásamt því að hampa Evrópumeistaratitlinum með Ítölum. Fótbolti 26. ágúst 2021 21:46
Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Íslenski boltinn 26. ágúst 2021 21:22
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – Breiðablik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Íslenski boltinn 26. ágúst 2021 21:00
Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. Íslenski boltinn 26. ágúst 2021 20:49
Harry Kane skoraði tvö og Tottenham fer í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur tryggði sæti sitt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með sannfærandi 3-0 sigri gegn portúgalska liðinu Pacos de Ferreira. Þeir síðarnefndu unnu fyrri leikinn 1-0 og samanlögð niðurstaða því 3-1 sigur Tottenham. Fótbolti 26. ágúst 2021 20:41
Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum. Fótbolti 26. ágúst 2021 20:20
Jón Guðni skoraði tvö en Hammarby er úr leik eftir vítaspyrnukeppni Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby tóku á móti svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum tryggði Jón Guðni Hammarby framlengingu með tveimur mörkum, en liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 26. ágúst 2021 20:10
Guðrún og Rosengård með stórsigur Guðrún Arnardóttir spilaði allan likinn í liði Rosengård í sænska boltanum í dag. Rosengård vann 4-0 stórsigur þegar að liðið heimsótti Vittsjö. Fótbolti 26. ágúst 2021 19:04
Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. Fótbolti 26. ágúst 2021 18:45
Alfons og félagar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir nauman sigur Alfons Sampsted og félagar hans í norska liðinu Bodø/Glimt verða í pottinum þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 26. ágúst 2021 17:52
Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli. Fótbolti 26. ágúst 2021 17:34
Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Enski boltinn 26. ágúst 2021 16:30
Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Enski boltinn 26. ágúst 2021 16:00
Mörkin sem tryggðu Val titilinn og meistarafögnuður Valskonur fögnuðu fram á nótt á Hlíðarenda í gærkvöld þegar þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í annað sinn á þremur árum. Þær tryggðu sér titilinn með sannkallaðri sýningu þegar þær unnu 6-1 sigur á Tindastóli. Fótbolti 26. ágúst 2021 15:23
Guðmann tók í lurginn á samherja sínum Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi. Íslenski boltinn 26. ágúst 2021 15:00
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Fótbolti 26. ágúst 2021 14:31
Erum að kíkja til framtíðar en ég hata að tapa Fjórir leikmenn í nýjasta landsliðshópi karla í fótbolta, sem leikur í undankeppni HM í næstu viku, hafa ekki náð tvítugsaldri. Í hópnum eru einnig tvöfalt eldri leikmenn á borð við Kára Árnason og Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti 26. ágúst 2021 14:01
Enski hópurinn: Alexander-Arnold snýr aftur en ekkert pláss fyrir Greenwood Gareth Southgate hefur tilkynnt enska landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi, Andorra og Póllandi í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar. Athygli vekur að það eru fjórir hægri bakverði í hópnum en aðeins einn vinstri bakvörður. Enski boltinn 26. ágúst 2021 13:31
Skotinn á leið undir hnífinn Scott McTominay, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð til að fá meina sinna bót. Enski boltinn 26. ágúst 2021 13:01
Lof og last: Viktor Örlygur, Sölvi Geir, Kristinn Steindórs, andleysi og misheppnað boð Kópacabana Síðustu fjóra daga hefur heil umferð farið fram í Pepsi Max deild karla. Raunar voru tveir leikir sem hafði verið frestað fyrr í sumar en það er aukaatriði. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last úr síðustu sex leikjum deildarinnar. Íslenski boltinn 26. ágúst 2021 12:00
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. Fótbolti 26. ágúst 2021 11:31