Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Þetta var frábær sigur

    Kevin Keegan knattspyrnustjóri var að vonum ánægður með sína menn í dag þegar þeir burstuðu Tottenham 4-1 og færðu Keegan fyrsta útsigur sinn síðan hann tók við liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool vann borgarslaginn

    Liverpool vann í dag verðskuldaðan 1-0 sigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur því styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á granna sína.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle burstaði Tottenham

    Newcastle vann í dag annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan í desember þegar liðið burstaði Tottenham 4-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Carvalho tryggði Chelsea sigur

    Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var hetja Chelsea í dag þegar mark hans tryggði liðinu nauman 1-0 sigur á Middlesbrough á Stamford Bridge. Carvalho skoraði markið með skallla snemma leiks eftir aukaspyrnu Wayne Bridge, en gestirnir áttu þrjú skot í stangirnar á marki Chelsea í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo vill verða sá besti í heimi

    Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ólmur vilja ná sér í viðurkenninguna besti knattspyrnumaður í heimi. Hann hefur skoraði 35 mörk í síðustu 35 leikjum fyrir Manchester United og fáir leikmenn hafa verið í öðru eins formi í vetur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United á siglingu

    Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók Aston Villa í kennslustund á Old Trafford 4-0. Wayne Rooney skoraði tvívegis og Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo bættu við sitt hvoru markinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þetta var hræðileg leiktíð

    Paul Jewell knattspyrnustjóri Derby sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag, skóf ekki af hlutunum í samtali við BBC í dag. Derby féll úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-2 jafntefli við Fulham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kallström vill til Everton

    Kim Kallström segist vera tilbúinn að yfirgefa franska liðið Lyon og ganga til liðs við Everton í Englandi. Þessi sænski landsliðsmaður hefur leikið 60 leiki með Lyon en hann gekk til liðs við félagið eftir HM 2006.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tim Cahill úr leik

    Staðfest hefur verið að Tim Cahill, miðjumaður Everton, leikur ekki meira á þessu tímabili. Gömul meiðsli hafa tekið sig upp hjá þessum 28 ára ástralska leikmanni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stuðningsmenn halda tryggð við Derby

    Svo gæti farið að Derby County félli úr úrvalsdeildinni á morgun ef liðið tapar fyrir Fulham og önnur úrslit fara á versta veg. Liðið hefur ekki unnið leik síðan það vann sinn fyrsta og eina leik í september í fyrra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gilberto er of massaður

    Brasilíumaðurinn Gilberto hefur ekki komið mikið við sögu hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Hertha Berlin á 2 milljónir punda í janúar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez gagnrýndi mig í körfubolta

    Spænski landsliðsmaðurinn Alvaro Arbeloa segist ekki hafa átt sjö dagana sæla þegar hann hóf að leika með Liverpool. Hann segist hafa verið lengi að venjast ströngum starfsaðferðum knattspyrnustjórans Rafa Benitez.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gillett getur ekki starfað með Hicks

    George Gillett segist ekki geta starfað með meðeiganda sínum Tom Hicks og viðurkennir að samstarf þeirra hafi verið erfitt að undanförnu. Saman eiga þeir knattspyrnufélagið Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benfica í viðræðum við Queiroz?

    Fjölmiðlar í Portúgal halda því fram í dag að forráðamenn Benfica séu í viðræðum við Carlos Queiroz aðstoðarstjóra Manchester United um að taka við stjórastöðunni hjá portúgalska félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Macherano gengst við kærunni

    Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hefur gengist við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal á dögunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eggert er frábær fyrirmynd

    Eggert Jónsson hefur framlengt samning sinn við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts til ársins 2012. Eggert hefur tryggt sér sæti í byrjunarliði Hearts í vetur og þjálfari ungmennaliðs félagsins er mjög ánægður með Íslendinginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fletcher frá í sex vikur

    Miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í landsleik með Skotum gegn Króötum í vikunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Endurkomu Richards seinkar

    Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards heldur enn í vonina um að ná að spila með Manchester City áður en leiktíðin á Englandi klárast. Hann verður þó ekki klár í slaginn næstu þrjár vikurnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sagna missir af leikjunum við Liverpool

    Nú hefur verið staðfest að bakvörðurinn Bakari Sagna hjá Arsenal verði frá keppni í þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Þetta þýðir að hann mun missa af þriggja leikja törn liðsins gegn Liverpool í Evrópukeppni og úrvalsdeild í byrjun næsta mánaðar og verður tæpur fyrir leikinn gegn Manchester United skömmu síðar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ameobi lánaður til Stoke

    Stoke City hefur fengið sóknarmanninn Shola Ameobi lánaðan frá Newcastle. Þessi 26 ára leikmaður hefur skorað 46 mörk í rúmlega 100 leikjum með Newcastle en hefur aðeins tvisvar komið við sögu síðan Kevin Keegan tók við liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sagna verður frá í þrjár vikur

    Bakvörðurinn Bakari Sagna hjá Arsenal verður frá keppni í allt að þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Arsene Wenger staðfesti þetta í samtali við sjónvarpsstöð félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cahill úr leik hjá Everton?

    Svo gæti farið að miðjumaðurinn Tim Cahill léki ekki meira með liði sínu Everton á leiktíðinni. Cahill fór af velli eftir aðeins 10 mínútur í leik Everton og West Ham á laugardaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo minnir mig á George Best

    Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segist sjá margt líkt með þeim Cristiano Ronaldo og George Best. Portúgalinn ungi hefur þegar slegið markamet goðsagnarinnar Best hjá félaginu og hefur verið í einstöku formi í vetur.

    Enski boltinn