Enski boltinn

Eggert er frábær fyrirmynd

NordcPhotos/GettyImages

Eggert Jónsson hefur framlengt samning sinn við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts til ársins 2012. Eggert hefur tryggt sér sæti í byrjunarliði Hearts í vetur og þjálfari ungmennaliðs félagsins er mjög ánægður með Íslendinginn.

"Þegar ég kom hingað fyrst var Eggert enn í U-19 ára liðinu en æfði með aðalliðnu og spilaði með varaliðinu. Hann er upplögð fyrirmynd fyrir alla aðra í liðinu af því hann leggur sig mjög vel fram. Hann er yfirvegaður með boltann og hefur kraft og snerpu. Hann hefur allt sem nútímaknattspyrnumaður þarf að hafa," sagði Darren Murray, þjálfari U-19 ára liðs Hearts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×