Enski boltinn

Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal - Derby féll og setti met

Leikmenn Arsenal sýndu úr hverju þeir eru gerðir í dag
Leikmenn Arsenal sýndu úr hverju þeir eru gerðir í dag NordcPhotos/GettyImages

Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur.

Grétar Rafn Steinsson var allt í öllu hjá Bolton í góðum fyrri hálfleik liðsins. Hann lagði upp fyrra mark Matt Taylor og varð svo fyrir ljótri tæklingu frá Abou Diaby - sem fékk rautt fyrir tilþrifin. Bolton var yfir 2-0 í hálfleik og allt stefndi í sigur heimamanna.

Arsenal menn mættu hinsvegar mjög grimmir til síðari hálfleiksins og þeir William Gallas, Robin Van Persie jöfnuðu leikinn. Það var svo Cesc Fabregas sem tryggði gestunum sigurinn þegar skot hans hrökk af tveimur varnarmönnum Bolton og í netið.

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Arsenal, sem hefði líklega misst af lestinni í toppbaráttunni ef það hefð tapað í dag. Bolton er hinsvegar í bullandi vandræðum í botnbaráttunni og leikmenn liðsins geta kennt sjálfum sér um tapið í dag.

Derby County þurfti að bíta í það súra epli að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Fulham á heimavelli en á sama tíma unnu Sunderland og Birmingham góða sigra og því eru örlög Derby ráðin.

Jermaine Defoe skoraði sitt áttunda mark frá áramótum fyrir Portsmouth í góðum 2-0 sigri liðsins á Portsmouth. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth.

Ívar Ingimarsson var á sínum stað í liði Reading sem gerði markalaust jafntefli við Blackburn á heimavelli.

Manchester United tekur á móti Aston Villa í dag og getur aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í sex stig með sigri. Liðið hefur 73 stig á toppnum, Arsenal er í öðru sæti með  70 stig og Chelsea í þriðja með 68 stig og leik til góða.

Úrslit dagsins:

Birmingham City 3 - 1 Manchester City

1-0 M. Zárate ('39)

2-0 M. Zárate ('54)

2-1 Elano ('58, víti)

3-1 G. McSheffrey ('76, víti)

Bolton Wanderers 2 - 3 Arsenal FC

1-0 M. Taylor ('14)

2-0 M. Taylor ('43)

2-1 W. Gallas ('63)

2-2 R. van Persie ('68, víti)

2-3 J. Samuel ('90, sjm)

Derby County 2 - 2 Fulham FC

1-0 E. Villa ('10)

1-1 D. Kamara ('23)

1-2 D. Leacock ('78, sjálfsmark)

2-2 E. Villa ('79)

Portsmouth FC 2 - 0 Wigan Athletic

1-0 J. Defoe ('33)

2-0 J. Defoe ('92)

Reading FC 0 - 0 Blackburn Rovers

Sunderland AFC 2 - 1 West Ham United

0-1 F. Ljungberg ('17)

1-1 K. Jones ('28)

2-1 A. Reid ('91)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×