Enski boltinn

Endurkomu Richards seinkar

NordcPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards heldur enn í vonina um að ná að spila með Manchester City áður en leiktíðin á Englandi klárast. Hann verður þó ekki klár í slaginn næstu þrjár vikurnar.

Richards fór í hnéuppskurð í febrúar og þá var reiknað með því að hann missti úr einar sex vikur. Nú er hinsvegar ljóst að hann getur ekki byrjað að spila næstu þrjár vikur í það minnsta.

"Ég talaði við læknana og þeir sögðu mér að hann ætti tvær til þrjár vikur í að verða góður. Hann lítur út fyrir að vera í ágætu standi og við vonum að hann nái að spila áður en leiktíðin klárast," sagði Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóri City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×