Enski boltinn

Carvalho tryggði Chelsea sigur

NordcPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var hetja Chelsea í dag þegar mark hans tryggði liðinu nauman 1-0 sigur á Middlesbrough á Stamford Bridge. Carvalho skoraði markið með skallla snemma leiks eftir aukaspyrnu Wayne Bridge, en gestirnir áttu þrjú skot í stangirnar á marki Chelsea í leiknum.

Þetta var 150. leikur Carvalho fyrir Chelsea og sigurinn þýðir að liðið er komið aftur upp fyrir Arsenal og í annað sæti deildarinnar - fimm stigum á eftir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×