Lítið skorað í fyrri hálfleik Aðeins fimm mörk eru komin í leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Þar af hefur Aston Villa skorað þrjú þeirra gegn Derby á Pride Park. Enski boltinn 12. apríl 2008 14:50
Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 12. apríl 2008 14:11
Mikilvægur leikur fyrir Bolton Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport. Enski boltinn 12. apríl 2008 13:56
Ronaldo fær 20 milljónir á viku Portúgalinn Cristiano Ronaldo mun á næstu vikum skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem færir honum tæplega 20 milljónir í vikulaun. Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 12. apríl 2008 08:15
Sir Alex og Ronaldo bestir í mars Sir Alex Ferguson er knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins. Enski boltinn 11. apríl 2008 17:18
Tímabilið verður undir á sunnudaginn Arsene Wenger viðurkennir að allt verði undir á sunnudaginn þegar hans menn í Arsenal sækja Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. Tapi Arsenal leiknum er það tæknilega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn. Enski boltinn 11. apríl 2008 15:48
King ætlar ekki að hætta Miðvörðurinn Ledley King segir ekkert til þeim þráláta orðrómi sem verið hefur á kreiki í bresku blöðunum að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Enski boltinn 11. apríl 2008 15:15
Gylfi framlengir við Reading Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Gylfi gekk í raðir félagsins árið 2005 og er 18 ára gamall. Hann hefur átt fast sæti í varaliði Reading. Enski boltinn 11. apríl 2008 13:11
Capello er hrifinn af Walcott Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, var mjög hrifinn af framlagi Theo Walcott í síðari leik Arsenal og Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn ungi Walcott lagði þar upp síðara mark Arsenal með eftirminnilegum hætti. Enski boltinn 11. apríl 2008 12:30
Sex tilnefndir sem leikmaður ársins Leikmannasamtökin í ensku úrvalsdeildinni hafa tilnefnt sex leikmenn í kjörinu á leikmanni ársins. Þrír af þeim sem tilnefndir hafa verið eru líka tilnefndir í flokknum besti ungliðinn. Enski boltinn 11. apríl 2008 11:27
"Reddari" bjargaði Gerrard frá glæpamanni Faðir Steven Gerrard hefur gefið það upp að forhertur glæpamaður hafi ofsótt son sinn árið 2001. Gerrard leitaði til lögreglu og fékk aukna öryggisgæslu frá Liverpool í kjölfarið, en það var ekki fyrr en hann leitaði til "reddara" sem hann fékk frið frá glæpamanninum. Enski boltinn 11. apríl 2008 11:05
Þetta er móðgun við stuðningsmenn Liverpool Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið eiganda félagsins Tom Hicks heyra það eftir það lak í fjölmiðla í gær að eigandinn hefði ritað Parry bréf og krafist afsagnar hans. Enski boltinn 11. apríl 2008 10:50
Chelsea ekki nægilega skemmtilegt Peter Kenyon segir að leikstíll Chelsea sé ekki nægilega áhorfendavænn. Kenyon hrósar Avram Grant fyrir að hafa náð að koma Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar en segir að enn sé mikið verk óunnið. Enski boltinn 10. apríl 2008 20:19
Voronin vill vera áfram Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Voronin segist ekki vera ósáttur hjá Liverpool. Hann kom til félagsins frá þýska liðinu Bayer Leverkusen síðasta sumar á frjálsri sölu en hefur ekki unnið sér fast sæti hjá liðinu. Enski boltinn 10. apríl 2008 18:21
Bergkamp skráir sig í þjálfaraskóla Hollenska knattspyrnugoðsögnin Dennis Bergkamp sem áður lék með Arsenal, hefur skráð sig í þjálfaraskóla á vegum Ajax í Amsterdam. Enski boltinn 10. apríl 2008 16:41
Mascherano tekur út þriggja leikja bann Argentínumaðurinn Javier Mascherano spilar ekki með Liverpool gegn Blackburn um helgina eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði áfrýjun félagsins frá. Enski boltinn 10. apríl 2008 16:31
Flamini verður frá í þrjár vikur Arsenal varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Matthieu Flamini yrði frá keppni vegna ökklameiðsla næstu þrjár vikurnar. Það þýðir að hann missir af stórleiknum gegn Manchester United á sunnudaginn. Enski boltinn 10. apríl 2008 16:07
Hicks krefst afsagnar Parry hjá Liverpool Sky fréttastofan greinir frá því í dag að Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hafi ritað Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf og krafist afsagnar hans. Enski boltinn 10. apríl 2008 15:59
Ég eyddi milljónum í fjárhættuspil Enski landsliðsmaðurinn David Bentley hefur viðurkennt að hafa eytt milljónum þegar hann var þungt haldinn af spilafíkn á sínum tíma. Hann segist oft hafa lagt fé undir meira en hundrað veðmál á dag. Enski boltinn 10. apríl 2008 13:15
Nýr samningur á borðinu fyrir McCarthy Framherjinn Benni McCarthy mun væntanlega framlengja veru sína hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn á næstu dögum. Nýr þriggja ára samningur er klár á borðinu og bíður undirritunar. Enski boltinn 10. apríl 2008 12:40
Ferguson sektaður fyrir að ráðast á fyrrverandi Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United, hefur verið sektaður fyrir að ráðast á fyrrverandi konu sína. Ferguson er knattspyrnustjóri Peterborough og var gert að greiða tæpar 250,000 krónur í sekt og málskostnað. Enski boltinn 10. apríl 2008 12:18
Lehmann er reiður Þýski markvörðurinn Jens Lehmann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann er orðinn hundleiður á að sitja á bekknum hjá Arsenal og vandar stjóra sínum ekki kveðjurnar. Enski boltinn 10. apríl 2008 12:09
Framtíð Pienaar í óvissu Steven Pienaar segist þurfa að leita sér að öðru liði ef ekki verður gengið frá framtíð hans hjá Everton á næstunni. Þessi 26 ára leikmaður er á lánssamningi frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Enski boltinn 9. apríl 2008 18:23
Engir bónusar fyrir leikmenn West Ham? Alan Curbishley hafnar því að leikmenn West Ham séu búnir að gefast upp í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni og bendir á að allir bónusar leikmanna liðsins miðist við að liðið hafni í 10. sæti eða ofar í vor. Enski boltinn 9. apríl 2008 16:32
Grant treystir Hilario Avram Grant, stjóri Chelsea, segist treysta þriðja markverði sínum fullkomlega til að standa milli stanganna á lokasprettinum á tímabilinu eftir að þeir Petr Cech og Carlo Cudicini lentu báðir í meiðslum. Enski boltinn 9. apríl 2008 10:32
Portsmouth vann West Ham Mark Niko Kranjcar tryggði Portsmouth 1-0 sigur á útivelli gegn West Ham. Markið kom eftir klukkutíma leik en fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur. Enski boltinn 8. apríl 2008 20:53
Getum enn tekið tvennuna Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn eigi enn möguleika á því að taka Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina. Arsenal heimsækir Liverpool í seinni leik þessara liða í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Enski boltinn 8. apríl 2008 17:18
Beckham orðinn tekjuhæstur á ný David Beckham er aftur kominn á toppinn á lista tekjuhæstu knattspyrnumanna heims ef marka má úttekt franska tímaritsins France Football. Enski boltinn 8. apríl 2008 16:31
Mourinho fékk helmingi hærri laun en næsti maður Franska tímaritið France Football hefur birt áhugaverða samantekt yfir launahæstu knattspyrnustjórana í bransanum. Jose Mourinho ber þar höfuð og herðar yfir aðra stjóra. Enski boltinn 8. apríl 2008 14:07
Fimm sigrar í fimmtíu leikjum Paul Jewell, stjóri Derby, kallaði leiktíðina í ár "hörmulega" í viðtali þegar lið hans féll úr úrvaldseildinni á dögunum. Engan þarf að undra að Jewell sé uppgefinn, því hann hefur aðeins unnið fimm sigra í síðustu fimmtíu leikjum sínum sem stjóri í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 8. apríl 2008 13:26