Enski boltinn

Portsmouth vann West Ham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Mark Niko Kranjcar tryggði Portsmouth 1-0 sigur á útivelli gegn West Ham. Markið kom eftir klukkutíma leik en fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur.

West Ham gekk mjög illa að skapa sér almennileg færi og Portsmouth tók öll stigin. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth í leiknum.

Portsmouth er í sjötta sæti með 56 stig en West Ham í tíunda sæti með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×