Enski boltinn

Getum enn tekið tvennuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn eigi enn möguleika á því að taka Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina. Arsenal heimsækir Liverpool í seinni leik þessara liða í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Við eigum enn möguleika á Englandsmeistaratitlinum en þá verðum við að vinna Manchester United um næstu helgi. Svo verðum við að ná fram sama anda gegn Liverpool og við náðum á San Siro," sagði Wenger.

Fyrri leikur Arsenal og Liverpool endaði með jafntefli 1-1 og því ljóst að Arsenal verður að skora í kvöld til að geta komist áfram. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×