Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 15:18 Dagurinn hjá Penske-liðinu á sunnudag byrjaði illa þegar Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri og gat ekki tekið þátt í tímatökum fyrir Indy 500. Liðið fór úr öskunni úr eldinn þegar hinir tveir bílarnir voru dæmdir ólöglegir rétt þegar tímatakan var að hefjast. AP/John Maxwell Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra. Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag. Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sjá meira
Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag.
Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sjá meira