Enski boltinn

Grant treystir Hilario

NordicPhotos/GettyImages

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist treysta þriðja markverði sínum fullkomlega til að standa milli stanganna á lokasprettinum á tímabilinu eftir að þeir Petr Cech og Carlo Cudicini lentu báðir í meiðslum.

Cech verður frá keppni í minnst tvær vikur eftir að hafa meiðst á andliti á æfingu og Cudicini meiddist á læri í gær og á enn eftir að fara í frekari rannsókn.

"Það er mjög mikilvægt fyrir þriðja markvörð að standa sig vel þegar kallið kemur. Það er erfitt að missa markverðina í meiðsli en Hilario stóð sig vel í gær," sagði Grant um frammistöðu markvarðarins gegn Fenerbahce í gær.

"Útlitið er ekki gott með Cudicini í augnablikinu en við verðum að bíða og sjá. Ég hef eiginlega verið meira í hlutverki læknis en stjóra í vetur, því ég geri ekki annað en að svara spurningum um meiðsli leikmanna," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×