Paul Jewell, stjóri Derby, kallaði leiktíðina í ár "hörmulega" í viðtali þegar lið hans féll úr úrvaldseildinni á dögunum. Engan þarf að undra að Jewell sé uppgefinn, því hann hefur aðeins unnið fimm sigra í síðustu fimmtíu leikjum sínum sem stjóri í úrvalsdeildinni.
Blaðamenn Times fóru á stúfana og skoðuðu árangur Jewell á síðustu mánuðunum með Wigan og frá því hann tók við Derby.
Jewell er almennt álitinn einn af ungu og efnilegu þjálfurunum í enska boltanum, en árangur hans í síðustu 50 leikjum er ekki sérlega glæsilegur.
Fimm sigrar, 13 jafntefli og 32 töp.
Þarna er sigur Derby á Sheffield Wednesday í bikarnum í vetur reyndar talinn sem jafntefli, þar sem úrslit réðust í vítaspyrnukeppni.
Ef bikarleikir eru teknir frá hefur Jewell fengið alls 26 stig af 138 mögulegum í ensku úrvalsdeildinni frá því í nóvember 2006.