Albumm

Albumm

Fréttir frá ritstjórn tónlistar- og menningarvefsins Albumm.is.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things

Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021.

Albumm
Fréttamynd

Plötubúðir og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika og spjall

Plötubúðir í Reykjavík og Tónlistarborgin Reykjavík bjóða upp á tónleika í streymi auk spjalls tónlistarsérfræðinga um íslenskar útgáfur ársins fjögur kvöld fram að jólum. Streymt verður beint frá tónleikunum á FB-síðu Tónlistarborgarinnar sem og FB-síðu hverrar plötuverslunar fyrir sig.

Albumm
Fréttamynd

Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2020

Kraumsverðlaunin voru afhent í þrettánda sinn á Laugaveginum í gær. Í stað hefðbundins verðlaunahófs innandyra voru verðlaunin veitt undir berum himni á Laugaveginum í tengslum við tónleikaseríuna Talið í Tónum – Jóladagal, sem fer fram í allan desember fram að jólum.

Albumm
Fréttamynd

Of jólalegt en hugsanlega besta lagið hingað til

Hljómsveitin Laminar Flow var að senda frá sér lagið Summer Fling en lagið var samið í apríl á þessu ári þegar Hrafnkell söngvari/gítarleikari sveitarinnar var að prófa sig áfram með mismunandi stillingar á gítarnum.

Albumm
Fréttamynd

Floni sviptir hulunni af nýju ilmvatni

Íslenski tónlistarmaðurinn Floni svipti í dag hulunni af nýju ilmvatni sem einfaldlega nefnist Floni Eau De Parfum. Floni Eau De Parfum er samstarfsverkefni milli Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið.

Albumm
Fréttamynd

Upplifun sem margir Íslendingar kannast við

Desembersíðdegisblús er nýtt lag frá tónlistarmanninum Teit Magnússyni og lýsir það upplifun sem margir Íslendingar kannast við. Skammdegið skellur á með myrkri og slyddu en ljóðmælandi er ekki enn kominn í jólaskapið.

Albumm
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.