Albumm

Albumm

Fréttir frá ritstjórn tónlistar- og menningarvefsins Albumm.is.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum“

Munnhörpu- og fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalúti. 

Albumm
Fréttamynd

Hössi úr Quarashi með nýtt band

So Long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni. Frank er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Ske og Höskuldur var í Quarashi.

Albumm
Fréttamynd

Sigurður Guðmundsson gefur út Kappróður

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út lagið Kappróður sem er fyrsta smáskífan af samnefndri sólóplötu hans sem kemur út í byrjun sumars á vegum Record Records.  

Albumm
Fréttamynd

Geimævintýri byggt upp af leikþáttum

Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum.

Albumm
Fréttamynd

Leika sér með taktskiptingar og annan óþarfa

Hljómsveitin Dopamine Machine var stofnuð fyrir Músíktilraunir 2020 en eftir að keppninni var frestað hélt hljómsveitin áfram að semja og er plata væntanleg í eða eftir sumar. Hljómsveitin var að senda frá sér lagið Taka 7 sem er fyrsti síngúllinn af væntanlegri plötu.

Albumm
Fréttamynd

Hendur á læri og fáránleg tilboð í LA

Umboðsmaðurinn Steinunn Camilla eða Steinunn í Nylon eins og einhverjir þekkja hana er gestur í öðrum og þriðja þætti Öll trixin, hlaðvarpi Einars Bárðar sem nú er kominn á hlaðvarpsveitur.

Albumm
Fréttamynd

„Fjallar um mína eigin reynslu þegar ég var að koma úr skápnum“

Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér nýtt myndband við lagið Lost in the Weekend sem hefur verið í mikilli spilun frá því að það kom út nýverið. Það vekur athygli að Margrét Rán er persónulegri í textagerðinni en áður og leitast við að gera ákveðið uppgjör við unglingsárin.

Albumm
Fréttamynd

Nýmóðins tölvupopp beint frá 1984

Flestir þekkja Þórð Helga Þórðarson sem útvarpsmanninn Dodda litla á Rás 2. Hann sýnir sínar réttu hliðar sem talsmaður áttunnar í nýju lagi, Electro Love, þar sem hann tekur ofan fyrir tilgerðarlegustu stjörnum níunda áratugarins.

Albumm
Fréttamynd

Auður gefur út Afsakanir nótnabók

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út Afsakanir 2. nóvember 2018 við frábærar móttökur. Þetta var önnur platan sem Auður gaf út, en sú fyrsta á íslensku.

Albumm
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.