Viðskipti erlent

Stærstu norrænu bankarnir í niðursveiflu í morgun

Stærstu bankar Norðurlandanna hafa fallið um 4% á mörkuðum í morgun og fara þar með ekki varhluta af niðursveiflunni sem fylgt hefur í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers.

Þeir bankar sem fallið hafa meir en 4% í morgun eru SEB, Swedbank, Nordea, Danske bank og Sydbank.

Samnorræna bankavísitalan hefur fallið um 4,7% og munar þar mest um að Nordea hefur fallið um 5,5% en Nordea telur um þriðjung í vísitölunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×