Viðskipti erlent

Danske Bank fær skell af Lehman en Nordea sleppur

Danske Bank mun tapa milljörðum vegna gjaldþrots Lehman Brothers en Nordea sleppur enda með óveruleg viðskipti við Lehman.

Danskir viðskiptamiðlar voru með miklar vangaveltur í gær um að báðir þessir bankar myndu tapa miklu á gjaldþroti Lehman Brothers. Af þeim sökum féllu hlutabréf í þeim töluvert, um 7% hjá Danske Bank og 5% hjá Nordea.

Beðið var eftir yfirlýsingu frá Danske Bank um málið í gær en hún kom ekki. Í morgun kemur fram á Börsen og víðar að Danske Bank muni tapa hundruðum milljóna dkr. á gjaldþrotinu eða milljörðum kr. Ekki er getið nánar um upphæðina.

Fjölmiðlafulltrúi Nordea hefur hinsvegar sagt að viðskipti bankans við Lehman Brothers hafi verið óveruleg er Lehman varð gjaldþrota og tapið því hverfandi af þessum sökum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×