Viðskipti erlent

Aðalstyrktaraðili United í vandræðum

AIG Investments er einn helsti styrktaraðili Manchester United.
AIG Investments er einn helsti styrktaraðili Manchester United.

Bakhjarlar knattspyrnuliðins West Ham eru ekki þeir einu sem eiga í erfiðleikum þessa dagana. Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments sem er einn helsti styrktaraðili Manchester United á í talsverðum vandræðum.

AIG neyðist til að selja eignir fyrir rúmlega 20 milljarða bandaríkjadala til að auka eigið fé. Á föstudaginn fól fyrirtækið fjárfestingarbankanum JP Morgan að útbúa plan til að koma í veg fyrir meira tap en þá hafði verð á hlutabréfum í fyrirtækinu lækkað um ríflega þriðjung á einum degi.

AIG Investment er þó ekki að verða gjaldþrota líkt og XL Leisure Group sem lýsti yfir gjaldþroti fyrir helgi en fyrirtækið var helsti bakhjarl West Ham United. Ljóst er að félagið mun þurfa að þola fjárhagslegst tjón vegna samningsins á þessu ári.

Novator eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar seldi AIG fyrir ári síðan hlut sinn í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company fyrir 1,4 milljarða evra sem var að jafnvirði 130 milljarðar króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×