Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn fær skell vegna Lehman Brothers

Norski olíusjóðurinn mun þurfa að taka á sig umfangsmikinn skell vegna gjaldþrots Lehman Brothers. Á vefsíðunni E24 er greint frá því að sjóðurinn hafi átt um 8 milljarða kr. í hlutabréfum í Lehman og nær 70 milljarða í skuldabréfum sem Lehman er útgefandi að.

Fram kemur í frétt um málið á E24 að 8 milljarðarnir í hlutabréfunum séu töpuð eign en spurning er sett við skuldabréfin og hve mikið tapið s´´e vegna þeirra.

Stjórn olíusjóðsins vill ekki gefa upplýsingar um stöðuna gagnvart Lehman Brothers eins og hún var er bankinn var lýstur gjaldþrota í nótt. Fyrrgreindar upphæðir er að finna í bókhaldi sjóðsins frá árinu 2007. Hinsvegar segir fjölmiðlafulltrúi sjóðsins í samtali við E24 að staðan sé alvarleg og að þeir fylgist náið með stöðu mála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×