Viðskipti erlent

Áfram lækkanir í kauphöllum ytra

MYND/Reuters

Miklar hlutabréfalækkanir einkenndu asíska fjármálamarkaði í morgun í kjölfar gjaldþrotanna vestanhafs í gær.

Þannig lækkuðu verðbréf í Hong Kong um 6,5 prósent, 6,2 í Suður-Kóreu og 4,8 í Tókýó. Hrunið á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær var það mesta síðan 11. september 2001 en bréf í Bank of America lækkuðu um 21 prósent og bréf í tryggingafyrirtækinu American International Group hröpuðu um tæp 60 prósent.

Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan um rúmlega 500 stig. Japanski seðlabankinn gaf út yfirlýsingu í morgun um að fylgst yrði gaumgæfilega með þróun mála og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×