Viðskipti erlent

Debenhams hækkar eftir góðar afkomutölur

Hlutir í verslanakeðjunni Debenhams hafa hækkað um tæp 3% á markaðinum í London í morgun eftir góðar afkomutölur eftir fjárhagsárið sem lauk um síðustu mánaðarmót.

Að sögn forsvarsmanna Debenhams munu væntingar markaðarins til fjárhagsársins standast, það er hagnaður mun nema 110 milljónum punda eða sem svarar tæpum 18 milljörðum kr. fyrir skatta. Nettóskuldir munu nema um 160 milljörðum kr. að því er kemur fram í breska blaðinu Telegraph.

Eins og kunnugt er á Baugur um 13% í Debenhams en verslanakeðjan hefur glímt við erfiðleika í rekstri undanfarið ár eins og raunar flestir keppinautar hennar.

Hinsvegar hefur Debenhams tekist að vinna markaðshlutdeild af helstu keppinautum sínum, Marks & Spencer og Next, með nýrri fatalínu fyrir konur sem ber heitið "Designers af Debenhams".

Rob Templeman forstjóri Debenhams segir í samtali við Telegraph segir hinsvegar að erfiðir tímar fari í hönd sökum efnahagskreppunnar í Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×