Viðskipti erlent

Lehman skýrt dæmi um að bönkum verði ekki bjargað

Fall Lehman Brothers gefur skýr skilaboð um að bankar geti ekki gengið að því vísu að verða bjargað af yfirvöldum þegar í harðbakkann slær.

Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Glitnis í Morgunkorninu í morgun. Þar segir að endalok bankans marki því kaflaskil í þeirri krísu sem hrjáð hefur fjármálamarkaði heimsins undanfarið ár.

Bandaríski seðlabankinn hefur hins vegar tilkynnt að veðreglur fyrir útlán hans verði víkkaðar og mun hann meðal annars samþykkja hlutabréf sem veð.

Tíu stærstu bankar Bandaríkjanna hafa auk þess tilkynnt um stofnun sérstaks lausafjársjóðs sem verður 70 milljarðar dollara, eða um 6.300 milljarða kr. að stærð. Er ætlunin að hver þeirra um sig geti gripið til allt að þriðjungs af þessari upphæð ef til tímabundinna lausafjárvandræða kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×