Viðskipti erlent

Lehman Brothers-bankinn er gjaldþrota

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Eigendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers lýstu hann gjaldþrota í nótt og tilboð Bank of America um yfirtöku Merrill Lynch-bankans hefur verið samþykkt. Það hljóðaði upp á sem nemur 4.500 milljörðum króna.

Mikil lækkun varð á gengi bandaríkjadals og hlutabréfum á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar þessara fregna og búast sérfræðingar við töluverðu umróti á fjármálamörkuðum í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna sendi í gærkvöldi út tilkynningu um að hann myndi veita fjárfestingabönkum sem berðust í bökkum ný neyðarlán. Lehman Brothers og Merrill Lynch eru tveir af stærstu og elstu fjárfestingabönkum Bandaríkjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×