Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu og Evrópu vegna Lehman

Mikil niðursveifla hefur verið á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu og Evrópu í morgun og er hún rakin beint til gjaldþrots Lehman Brothers.

Asia Pacific vísitalan féll um 1,5% en þess bera að geta að markaðir í Japan, Hong Kong og Kína eru lokaðir í dag þar sem dagurinn er almennur frídagur. Hinsvegar hafa markaðir á Indlandi og Filippseyjum fallið um tæp 3%.

FTSE vísitalan í London hefur fallið um tæp 3% í morgun og svipaða sögu er að segja af mörkuðum í öðrum stórum Evrópulöndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×