Viðskipti erlent

Goldman og JP Morgan líka búnir að vera?

Höfuðstöðvar JP Morgan Chase í New York
Höfuðstöðvar JP Morgan Chase í New York MYND/AFP

Nouriel Roubini, prófessor við New York háskóla sagði í viðtali við Bloomberg að vafamál væri hvort Goldman Sachs og JP Morgan gætu starfað áfram sem sjálfstæðir bankar, heldur yrðu þeir að renna saman við viðskiptabanka, líkt og Merrill Lynch hefur þegar gert. +

Goldman og JP Morgan eru einu stóru fjárfestingarbankarnir sem enn eru starfandi sem sjálfstæðar stofnanir. JP Morgan er raunar einnig viðskiptabanki.

Roubini segir fjárfestingarbankaformið búið að vera, þeir muni allir þurfa að renna saman við stærri viðskiptabanka sem hafa innlánsviðskipti og öruggan aðgang að nauðvaraþjónustu seðlabanka.

Roubini bendir einnig á að undirmálslán séu ekki rót vandans heldur ofgírun fjármálakerfisins, óeðlilega mikil áhættutaka fjárfestingarbankanna og skuldsetning neytenda. "Gírunin er vitfirringsleg" segir Roubini sem segir að útilokað sé að fjárfestingarbankarnir geti hreinsað til í eignasöfnum sínum, því of stór hluti eignasafnanna séu "eitruð verðbréf", skuldvafningar og fasteignatryggð skuldabréf sem séu í raun verðlaus og óseljanleg.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×