Rio Tinto út úr norska olíusjóðnum vegna umhverfishneykslis 12. september 2008 13:23 Stjórn norska olíusjóðsins hefur ákveðið að selja strax 80 milljarða kr. virði af hlutabréfum sínum í Rio Tinto sökum umhverfishneykslis í tengslum við rekstur stærstu gullnámu í heimi í Indónesíu. Ástæðan sem gefin er upp er "verulega ósiðlegt athæfi" Rio Tinto sem rekur fyrrgreinda námu í samstarfi við Freeport McMoran námufélagið en árið 2006 voru hlutabréf í síðarnefnda félaginu sett á bannlista hjá norska olíusjóðnum. Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir á heimasíðu norska fjármálaráðuneytisins að siðanefnd olíusjóðsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rio Tinto sé ábyrgt fyrir viðamiklum umhverfisspjöllum í tengslum við rekstur Grasberg námunnar í Indónesíu. Því hafi sjóðurinn ákveðið að losa sig við öll hlutabréf sín í Rio Tinto. Ennfremur kemur fram á heimasíðunni að svo virðist sem engin teikn séu á lofti um að Rio Tinto muni breyta starfsháttum sínum í framtíðinni né grípa til aðgerða til að lagfæra þann skaða sem félagið hefur valdið. Sem fyrr segir er Grasberg náman stærsta gullnáma í heimi og jafnframt sú þriðja stærsta hvað vinnslu á kopar varðar. Samkvæmt skýrslu frá samtökunum "War on Want" hafa íbúar í grennd við námuna mátt þola alvarleg mannréttindabrot og gífurlegur skaði hefur verið unnin á nánasta umhverfi námunnar. Rio Tinto rekur nú álverið í Straumsvík og hefur í hyggja að auka álframleiðslu sína á Íslandi í framtíðinni. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórn norska olíusjóðsins hefur ákveðið að selja strax 80 milljarða kr. virði af hlutabréfum sínum í Rio Tinto sökum umhverfishneykslis í tengslum við rekstur stærstu gullnámu í heimi í Indónesíu. Ástæðan sem gefin er upp er "verulega ósiðlegt athæfi" Rio Tinto sem rekur fyrrgreinda námu í samstarfi við Freeport McMoran námufélagið en árið 2006 voru hlutabréf í síðarnefnda félaginu sett á bannlista hjá norska olíusjóðnum. Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir á heimasíðu norska fjármálaráðuneytisins að siðanefnd olíusjóðsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rio Tinto sé ábyrgt fyrir viðamiklum umhverfisspjöllum í tengslum við rekstur Grasberg námunnar í Indónesíu. Því hafi sjóðurinn ákveðið að losa sig við öll hlutabréf sín í Rio Tinto. Ennfremur kemur fram á heimasíðunni að svo virðist sem engin teikn séu á lofti um að Rio Tinto muni breyta starfsháttum sínum í framtíðinni né grípa til aðgerða til að lagfæra þann skaða sem félagið hefur valdið. Sem fyrr segir er Grasberg náman stærsta gullnáma í heimi og jafnframt sú þriðja stærsta hvað vinnslu á kopar varðar. Samkvæmt skýrslu frá samtökunum "War on Want" hafa íbúar í grennd við námuna mátt þola alvarleg mannréttindabrot og gífurlegur skaði hefur verið unnin á nánasta umhverfi námunnar. Rio Tinto rekur nú álverið í Straumsvík og hefur í hyggja að auka álframleiðslu sína á Íslandi í framtíðinni.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira