Viðskipti erlent

Endurskoðendur hættu í undanfara skráningar Avion Group

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG sagði upp samningi sínum við breska ferðaheildsalann XL eftir að forráðamenn þess hundsuðu ábendingar þess efnis að verið væri að fegra reikninga þess í undanfara skráningu móðurfélagsins Avion Group í Kauphöll Íslands í byrjun árs 2006. Breska blaðið The Sunday Times hefur bréf þess efnis undir höndum.

Avion Group, sem var að stærstum hluta í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, keypti XL í ágúst 2005. Málið snýst um að KPMG gat ekki sætt sig við að forráðamenn XL seinkuðu greiðslu til Alpha Airports upp á 7,5 milljónir punda eða 1,2 milljarða þannig bókhald XL leit betur út þegar Avion Group tilkynnti að það yrði skráð á markað. Fljótlega eftir þetta neitaði Price Waterhouse Coopers, endurskoðandi Alpha Airports, að skrifa undir ársreikning þess félags vegna þessa gjörnings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×