Fleiri fréttir

Gengi Google aldrei hærra

Hagnaður bandaríska netleitarrisans Google nam tæpum 1,1 milljörðum dala, rúmum 66 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er heilum 46 prósentum meira en félagið skilaði í kassann í fyrra og nokkru yfir væntingum markaðsaðila.

Stjórnarformaður Northern Rock hættur

Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys.

Vilja stöðva höfundarréttarbrot á Netinu

Mörg af stærstu afþreyingar- og hugbúnaðarfyrirtækjum heims hafa ákveðið að bindast samtökum til að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á Netinu. Ætla fyrirtækin að notast við nýja hugbúnað sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hlaða ólöglegu og stolnu efni inn á Netið.

Olían komin yfir 90 dollara

Verð á olíutunnunni fór yfir 90 dollara í nótt. Það er ekki síst veik staða dollarans sem veldur þessum hækkunum á olíu að því kemur fram í Bloomberg News í morgun.

Rauður dagur í Tokyo

Hlutabréf héldu áfram að lækka í verði á mörkuðum í Japan. Bankar féllu almennt í verði vegna ótta fjárfesta við vaxandi skort á fjármagni.

Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn

Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í.

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi.

Skellur hjá Bank of America

Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Gengi Nokia rauk upp eftir afkomutölur

Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung.

Ný tækni leyfir notkun farsíma í flugi

Flugfarþegar geta innan tíðar átt von á því að geta talað farsíma í miðju flugi þökk sé nýrri farsímatækni. Hingað til hefur öll notkun farsíma verið bönnuð þar sem þeir hafa truflandi áhrif á stjórnkerfi flugvéla.

Olíuverðið komið úr methæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum.

Áframhaldandi samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði

Ekkert lát virðist vera á samdrætti og óróleika á bandarískum fasteignamarkaði. Framkvæmdir vegna nýbygginga drógust saman um 10,2 prósent í síðasta mánuði og þá fækkaði umsóknum um byggingaleyfi um 7,2 prósent.

Hækkun og lækkun vestanhafs

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum enduðu bæði fyrir ofan og neðan núllið eftir viðskiptadaginn vestanhafs. Fjármálaskýrendur segja skýringa að leita í mismunandi afkomutölum bandarískra stórfyrirtækja sem hafi verið að skila sér síðustu daga eftir óróleika á fjármálamarkaði. Hins vegar er óttast að samdráttur á húsnæðislánamarkaði geti verið dragbítur á hagkerfinu allt fram á næsta ár.

Fyrrum yfirmaður Carnegie hlaut 6 mánaða dóm

56 ára gamall fyrrum yfirmaður hjá sænska bankanum Carnegie hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Hann gaf vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og græddi vinurinn tæplega 5 milljónir kr. á þeim.

Hagnaður JP Morgan yfir væntingum

Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði.

Varar við vaxandi viðskiptahalla gagnvart Kína

Peter Mandelson, yfirmaður viðskipta innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við miklum og vaxandi viðskiptahalla ríkja sambandsins gagnvart Kína. Hann segir tímabært að Kínverjar hætti að vera einungis þiggjendur í viðskiptasambandi þeirra við Evrópu.

Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent

Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn.

Hækkanir í Evrópu í byrjun dags

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Mest hækkuðu hlutabréf í tæknifyrirtækjum og bönkum.

Nikkei vísitalan heldur áfram að lækka

Hlutabréf í Japan héldu áfram að falla í verði í morgun og hefur Nikkei vísitalan ekki verið lægri í nærri tvær vikur. Vonbrigði með afkomu bandarískra banka og fjármálafyrirtækja er talin vera helsta skýring á lækkuninni.

Hækkandi olíuverð

Verð á olíutunnu fór upp í 88 Bandaríkjadollara vestanhafs í gær, sem er hæsta verð til þessa, eftir að viðskipti með framvirka samninga hófust árið 1983. Þetta er þó ekki orðið jafn hátt og það fór í olíukreppunni á sínum tíma, miðað við raunvirði dollars þá og nú.

Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð.

Afkoma Yahoo yfir væntingum

Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára.

Heimsmarkaðsverð á kaffi mjög hátt

Heimsmarkaðsverð á kaffibaunum náði tíu ára hámarki fyrir síðustu helgi vegna ótta um frekari uppskerubrest í Brasilíu, stærsta framleiðanda kaffibauna. Framleiðslan í Brasilíu dróst saman um 23% á síðasta uppskerutímabili vegna þurrka og nam 32,6 milljónum poka.

Sala á Barbie-dúkkum hrapar

Salan á Barbie-dúkkum og Fisher-Price vörum hefur hrapað á meðan framleiðandi þeirra Mattel strögglar við þvo af sér orðsporið sem eitur-leikfangagerðin. Orðsporið fékk Mattel í kjölfar fregna um að notast væri við málningu sem inniheldur blý í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína.

Ný tækni margfaldar geymslugetu harðra diska

Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska.

Danir versla á netinu sem aldrei fyrr

Verslun á netinu er orðinn hversdagsleiki fyrir fjölda Dana og kaupa þeir og selja í gegnum netið sem aldrei fyrr. Samkvæmt tölum sem birtust í blaðinu Berlingske í morgunn hefur netverslun í Danmörku á þriðja ársfjórðung þessa árs aukist um nær þriðjung frá sama tímabili í fyrra.

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

Rauður dagur í Tokyo

Hlutabréf á japönskum mörkuðum féllu í verði í dag. Þegar markaðir lokuðu í morgun hafði Nikkei vísitalan fallið um 1,3 prósent.

Gull slær 28 ára gamalt verðmet

Verð á gulli er nú komið í 756 dollara únsan eða sem svarar 46.000 kr. og hefur ekki verið hærra í 28 ár. Það voru mikil kaup japanskra fjárfesta á markaðinum í Tokýó sem ollu þessum miklu verðhækkunum í dag

Hlutabréf í Northern Rock hrapa á ný

Hlutabréf í Northern Rock bankanum féllu um 19% í morgun í kjölfar þess að birt var mat Credit Suisse á yfirtökuboði milljarðamæringsins Richard Branson í bankann. Að mati Credit Suisse er tilboð Branson ”léttvægt” og myndi hafa í för með sér ”útvötnun” á hlutum í bankanum.

Hækkanir í Japan og Evrópu

Hlutabréf á mörkuðum í Japan hækkuðu lítillega í verði í dag. Við lokun markaða í morgun hafði Nikkei vísitalan hækkað um 0,16 prósent.

Olíuverð nær nýjum hæðum

Olíutunnan fór í 84 dollara í gær sem er nýtt met. Helstu skýringin á þessari hækkun er ótti á fjármálamörkuðum vegna hótana Tyrkja um að ráðast inn í norðurhluta Íraks.

Orðrómur um yfirtöku á Commerzbank

Bréf Commerzbank, annars stærsta banka Þýskalands sem FL Group á hlut í, hækkuðu um 2,2 prósent í viðskiptum dagsins í dag eftir því sem segir í hálffimmfréttum Kaupþings.

Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár

Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði.

Branson að kaupa Northern Rock

Milljarðamæringurinn Richard Branson hefur mikinn áhuga á að kaupa Northern Rock bankann í Bretlandi. Sem kunnugt er af fréttum hefur bankinn átti í verulegum fjárhagsvanda undanfarnar vikur. Talskona fyrir fjármálafyrirtæki Branson, Virgin Money, staðfestir þetta í samtali við þýska tímaritið Spiegel.

Leikfangaskortur yfirvofandi í Bretlandi

Breska verslanakeðjan Woolworths hefur riðið á vaðið fyrst verslana og varað við yfirvofandi skorti á vinsælustu leikföngunum um næstu jól. Ástæðan er sú að leikföng frá Kína eru grandskoðuð í kjölfar milljónainnköllunar fyrir nokkru og hefur það seinkað fyrir því að pantanir skili sér í hús.

Olíuverð nálægt hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór nálægt hæstu mörkum eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíubirgðir landsins drógust meira saman en reiknað hafði verið með.

Slæmur fjórðungur hjá Investor AB

Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri.

Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða.

Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs

Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum.

RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro

Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum.

Teymi kaupir Landsteina Streng

Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf.

Sjá næstu 50 fréttir