Fleiri fréttir

Forstjórinn farinn

Breskir fjölmiðlar segja marga farna frá Landsbankanum í Bretlandi. Bankastjórinn segir eðlilegar skýringar á málinu.

Stærstu bankakaupin senn að veruleika

Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa.

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið.

Lokagengi Dow Jones aldrei hærra

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti.

Beðið eftir uppgjörstölum vestanhafs

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hefur hækkað í dag en fjárfestar bíða afkomutalna nokkurra stórfyrirtækja fyrir þriðja ársfjórðung þar í landi. Mesta eftirvæntingin liggur í tölum bandaríska álrisans Alcoa, sem birtir tölur sínar eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld auk þess sem bandaríski seðlabankinn birtir álit sitt um stöðu efnahagsmála af síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september síðar í dag.

Internetlén fyrir asíumarkað

Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén sem allra fyrst. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið á eftir Evrópulénunum .eu sem tóku gildi á síðasta ári. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia.

Sænska lögreglan rannsakar innherjaviðskipti í OMX

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur nú hafið rannsókn á innherjaviðskiptum í tengslum við yfirtökutilboð Nasdaq og Kauphallarinnar í Dubai á OMX sem íslenska kauphöllin er hluti af. Sænska fjármálaeftirlitið hafði áður rannsakað málið og ákvað í framhaldinu að láta málið í hendur lögreglunnar.

Glitnir á höttunum eftir dönskum verðbréfamiðlurum

Ökonomisk ugebrev segir í morgun að Glitnir sé á hötttunum eftir verðbréfamiðlun í Danmörku eða hópi danskra miðlarar til starfa hjá sér. Haft er eftir Sveinung Hartvedt aðstoðarforstjóra Glitnis í Danmörku að það sé erfitt að komast inn á þennan markað en alls ekki ómögulegt fyrir bankann.

Royal Bank of Scotland vinnur slaginn um ABN Amro

Hópur kaupenda leiddur af Royal Bank of Scotland virðist vera búinn að vinna slaginn um hollenska félagið ABN Amro, eftir að breski bankinn Barclay´s dró kauptilboð sitt tilbaka á föstudag.

Frekara tap vegna fasteignalána

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gerir ráð fyrir því að bankinn skili tapi á þriðja ársfjórðungi vegna tapaðra fasteignalána í Bandaríkjunum. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta sinn sem bankinn skilar tapi í sex ár.

Styttist í risayfirtöku

Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og hinn spænski Santander hafa tryggt sér samþykki 85 prósent hluthafa fyrir yfirtökutilboði í hollenska bankann ABN Amro.

Fataframleiðandinn JBS sakaður um klám

Samtökin Pornofrit Miljö og Dansk Kvindesamfund í Danmörku hafa sakað nærfataframleiðandann JBS um klám í nýrri auglýsingaherferð JBS um herranærbuxur. Þegar farið er inn á heimasíðu JBS þessa daganna er maður boðinn velkominn með myndum af einkaritara, hjúkrunarkonu, nunnu og þjónustustúlku, allar léttklæddar, með klofið opið og þefandi að herranærbuxum.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandabanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent. Þetta er í takt við spár sérfræðinga, sem segja bankann vilja skoða áhrif óróleika á fjármálamörkuðum á breskt efnahagslíf áður en næstu skref verði tekin.

Lækkun í Evrópu og Asíu

Hlutabréf hafa fallið í verði bæði í Asíu og Evrópu það sem af er þessum degi. Við lokun markaða í Japan hafði Nikkei vísitalan fallið um 0,6 prósent og er nú 17.092,49 stig. Hátæknifyrirtæki lækkuðu mest í verði.

Nyhedsavisen gengur vel, Politiken að sligast

Rjómagangur er á dönsku fríblöðunum þessa daganna þar með talið hinu íslenskættaða Nyhedsavisen. Á sama tíma á stærsta dagblaðaútgáfa Danmerkur, JP/Politikens hus, í miklum fjárhagsvandræðum en sú útgáfa gefur jafnframt út stærsta fríblaðið 24timer. Hefur fjárhagstapið á 24timer leitt til niðurskurðaraðgerða hjá Politiken.

Gengi AMR gæti hækkað um 50 prósent

Ábendingar FL Group til stjórnar AMR hafa skilað sér í jákvæðari umfjöllun greiningardeilda um félagið. FL Group á rúm níu prósent í AMR.

Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta

Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu.

Enn þröngt um lausafé á fjármálamörkuðum

Þrátt fyrir að losnað hafi um lausafé á ýmsum helstu fjármálamörkuðum heims er aðgengi að lausafé mun takmarkaðra en var fyrir óróann sem hófst í júlílok, og vextir á skammtímalánum enn háir. Álag á helstu millibankamörkuðum, miðað við stýrivexti, er þannig enn mun hærra en var í júlílok og raunar er álag á 3 mánaða innlánsvexti í Bandaríkjum og á evrusvæði með því hæsta sem verið hefur frá því sviptingarnar hófust.

Morgan Stanley segir upp 600 manns

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni.

Hlutabréf lækka lítillega í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Evrópu þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan féll um 0,1 prósent.

Vísitölurnar upp og niður

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni.

Ebay ofgreiddi fyrir Skype

Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna.

Miklar hækkanir í Japan

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfum í Japan og komst Nikkei vísitalan í fyrsta skipti í átta vikur yfir 17 þúsund stig. Alls hækkaði Nikkei um 1,2 prósent.

Asíulönd setja nýtt ferðamannamet

Samkvæmt nýjum tölum frá asísku ferðamannasamtökunum PATA hafa fleiri lönd í álfunni slegið fyrri met sín hvað fjölda ferðamanna varðar. Á síðasta ári komu 365 milljón alþjóðaflug til þessara landa sem er auking um 5,3% frá fyrra ári. Í ár er svo reiknað með um 380 milljón alþjóðaflugum til svæðisins.

Fasteignalánin bíta í afkomu UBS

Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi.

Sjá næstu 50 fréttir