Fleiri fréttir

Ráðgjafafyrirtækið Capacent gjaldþrota

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu en síðasti dagur starfsfólksins var í dag.

Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu

Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga.

Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum

Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð.

Íslenskir rapparar prýða snakkpoka

Andlit tveggja íslenskra rappara prýða umbúðir Rappsnakks. Þó svo að það sé aðeins fáanlegt í gegnum Instagram seldist fyrsta sendingin upp. 

Bankarnir enn undir vaxtafeldi

Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín.

Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní

„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.

Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins.

Bein útsending: Hack the Crisis Iceland

Almenningur og frumkvöðlar taka höndum saman um að finna lausnir á áskorunum heilbrigðiskerfisins tengdum COVID-19 á „Hack the crisis Iceland“ hakkaþoninu dagana 22.-24 maí næstkomandi.

Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins.

Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart

Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn.

Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum

Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum.

Ætluðu bara að opna matarvagn en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal

Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. 

Opnun landamæra getur tryggt tekjur  vegna afbókunarskilmála

Ef svartsýn spá Seðlabankans rætist mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Með opnun landamæra er þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir til landsins standi við ferðaplön sín vegna afbókunarskilmála.

Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli.

Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi

„Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.