Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 13:33 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir/vihelm Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun. Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun.
Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira