Viðskipti innlent

Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, lengst til hægri, þegar World Class tilkynnti um opnun stöðvar í Smáralind. Fulltrúar Smáralindar og Regins eru með á myndinni.
Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, lengst til hægri, þegar World Class tilkynnti um opnun stöðvar í Smáralind. Fulltrúar Smáralindar og Regins eru með á myndinni. World Class

Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að Laugum, stöð sinni í Laugardalnum, á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. Útibú World Class við Kringluna opnar sömuleiðis á miðnætti en sú stöð er almennt opin allan sólarhringinn.

Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, eigendur World Class, ætla því að feta í fótspor sundlauganna í Reykjavík og víðar á landinu sem fögnuðu opnun á ný með miðnæturopnunum. Langar raðir mynduðust við sundlaugarnar og þurftu margir frá að hverfa.

Björn hefur lýst yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. Í framhaldinu var staðfest að líkamsræktarstöðvar mættu opna viku síðar.

Um fimmtíu þúsund manns eru með kort í World Class. Björn hefur fullyrt að World Class hafi tapað um 75 milljónum króna í hverri viku á meðan stöðvarnar voru lokaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.