Hluthafafundur Icelandair hafinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2020 16:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sést hér fremst á myndinni skömmu áður en fundurinn hófst í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira