Viðskipti innlent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent gjaldþrota

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Capacent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu en síðasti dagur starfsfólksins var í dag. Um fimmtíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt sömu heimildum hefur það legið fyrir í nokkurn tíma að fyrirtækið ætti í rekstrarörðugleikum og fengu starfsmenn að vita það fyrir tíu dögum síðan að stjórnendur myndu óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Að því er segir á heimasíðu Capacent er fyrirtækið hér á Íslandi hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Það fyrirtæki var skráð í kauphöllina í Stokkhólmi árið 2015 en félagið hefur verið með skrifstofur í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi.

Meirihluta starfsmanna Capacent á Íslandi voru ráðgjafar sem komu til að mynda að ráðningum og stefnumótun hjá íslenskum fyrirtækjum.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Halldóri Þorkelssyni, framkvæmdastjóra Capacent, í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.