Viðskipti innlent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent gjaldþrota

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Capacent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu en síðasti dagur starfsfólksins var í dag. Um fimmtíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt sömu heimildum hefur það legið fyrir í nokkurn tíma að fyrirtækið ætti í rekstrarörðugleikum og fengu starfsmenn að vita það fyrir tíu dögum síðan að stjórnendur myndu óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Að því er segir á heimasíðu Capacent er fyrirtækið hér á Íslandi hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Það fyrirtæki var skráð í kauphöllina í Stokkhólmi árið 2015 en félagið hefur verið með skrifstofur í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi.

Meirihluta starfsmanna Capacent á Íslandi voru ráðgjafar sem komu til að mynda að ráðningum og stefnumótun hjá íslenskum fyrirtækjum.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Halldóri Þorkelssyni, framkvæmdastjóra Capacent, í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,96
30
672.712
SJOVA
0,58
2
1.857
ICEAIR
0,34
65
97.094
ICESEA
0,3
8
107.056
KVIKA
0,21
14
242.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,23
3
130.000
SYN
-0,62
5
14.556
ORIGO
-0,51
4
26.281
REGINN
-0,38
1
1.950
BRIM
-0,36
3
4.058
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.