Viðskipti innlent

Bein útsending: Hvað erum við að gera gegn peningaþvætti?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bankastjórar Arion banka og Landsbankans eru meðal ræðumanna, auk dómsmálaráðherra.
Bankastjórar Arion banka og Landsbankans eru meðal ræðumanna, auk dómsmálaráðherra. vísir

Fjártækniklasinn stendur fyrir málþingi um hvernig sporna megi gegn peningaþvætti. Þingið hefst klukkan 15 og má nálgast útsendingu frá því hér að neðan.

Yfirskrift þingsins, sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu, er „Hvað erum við að gera gegn peningaþvætti?“ Peningaþvættismál hafa verið í deiglunni að undanförnu, bæði vegna veru Íslands á gráum lista FATF og „vegna mikillar nýsköpunar í vörnum gegn peningaþvætti á Íslandi, sem getur þannig tekið forystu í þessum málum,“ segja aðstandendur málþingsins.

Ræðumenn eru:

- Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity

- Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka

- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

- Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits

- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra

- Ólafur Örn Guðmundsson, CTO hjá Nátthrafni

- Daníel Pálmason, lögmaður hjá Kviku banka

Fundarstjóri er Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.