Viðskipti innlent

Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Meniga sérhæfir sig í hugbúnaði sem ætlað er að veita fólki betri yfirsýn yfir fjármálin sín.
Meniga sérhæfir sig í hugbúnaði sem ætlað er að veita fólki betri yfirsýn yfir fjármálin sín.

Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. Fyrirtækið hyggst nýta fjármunina til að „styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins í rannsóknum og þróun á hugbúnaði ásamt því að styðja við sölu og þjónustu fyrirtækisins til að mæta aukinni eftirspurn,“ eins og það er orðað í orðsendingu frá Meniga vegna fjárfestingarinnar.

Umræddar bankasamsteypur, Groupe BPCE, Grupe Crédito Agrícola og UniCredit, eru meðal viðskiptavina Meniga. Groupe BPCE, næst stærsta bankasamsteypa í Frakklandi, er með um 36 milljón viðskiptavini, Grupo Crédito Agrícola, einn stærsti banki Portúgal, er með 1,5 milljón viðskiptavini og UniCredit starfar í 13 löndum íEvrópu og eru með starfsemi í 18 löndum til viðbótar víðsvegar um heiminn. Unicredit hafði áður fjárfest í Meniga árið 2018.

Auk bankasamsteypanna tóku núverandi fjárfestar í fyrirtækinu, Frumtak Ventures, Velocity Capital og Industrifonden, í 1,3 milljarða króna fjárfestingunni. 

Fjármálabúnaður Meniga er nú aðgengilegur í 30 löndum og hefur fyrirtækið opnað skrifstofur í Lundúnum, Stokkhólmi, Varsjá, Barcelona og Singapúr, auk höfuðstöðvanna í Kópavogi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 160 í dag. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.