Góð staða Play kom Ragnari Þór á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:13 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, átti fund með forsvarsmönnum Play. vísir/vilhelm Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. Ragnar Þór fundaði með forsvarsmönnum Play á dögunum, að frumkvæði þeirra, eftir að Ragnar hafði ýjað að því að flugfélagið væri í „skattaskjólsbraski.“ Það gerði Ragnar Þór í færslu á mánudag sem hann ritaði vegna umræðunnar um að flugfélögin Bláfugl og Play gætu fyllt skarð Icelandair, færi það í þrot. Fátt hefur verið fyrirferðameira í fréttum síðustu daga en tilraunir stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu út úr kórónuveiruhremmingunum og kjarasamningaumleitanir við flugstéttir Icelandair, ekki síst flugfreyjur. „Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerviverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggissjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ skrifaði Ragnar Þór um Bluebird og Play, við litla hrifningu stjórnenda þess síðarnefnda. Þeir buðu Ragnari til fundar við sig til að svara þessum ásökunum hans og segir formaður VR í færslu í dag að hann hafi þegið boðið - „enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað.“ Kjörin komu á óvart Fundur þeirra hafi staðið í tvo tíma og verið hinn áhugaverðasti, ekki síst í ljósi þess hversu vel undirbúningur Play gengur að sögn Ragnars. „Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri,“ skrifar Ragnar Þór. Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, minntist á þetta í samtali við fjölmiðla í síðustu viku. Flugfélagið sé á leið í loftið, Búið sé að safna nægilegum fjölda fjárfesta til að „keyra flugfélagið áfram“, þó að ekki sé útilokað að fleiri fjárfestar bætist í hópinn. Ytri aðstæður ákvarði hvenær fyrsta vélin tekur á loft. „Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög. Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ skrifar Ragnar Þór í fyrrnefndri færslu sem má sjá hér að neðan. Nýtt flugstéttarfélag tilbúið í viðræður Verkalýðsforinginn segist að sama skapi hafa spurt hvort VR geti sannreynt kjör og kjarasamninga hjá félaginu - „í ljósi ýmissa fullyrðinga sem við höfðum innan úr verkalýðshreyfingunni.“ Það hafi verið auðsótt mál og segir Ragnar að „ekkert sem bendir til þess“ að hægt sé að bendla Play við það sem hann ýjaði að í færslu sinni á mánudag. Í samtali við Mannlíf í dag segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins, að kjarasamningar félagsins við Play séu „góðir og gildir“ og þau séu „mjög sátt með“ með innihald þeirra. Stéttarfélagið varði áður hagsmuni flugmanna WOW air en er nú orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða. Því sé ljóst að „til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað“ eins og það er orðað í umfjöllun Mannlífs. Icelandair sagði í skilaboðum til FFÍ í vikunni að flugfélagið hafi þó ekki leitað á náðir annarra stéttarfélaga í yfirstandandi kjaradeilu. Vignir Örn staðfestir það en segir Íslenska flugstéttarfélagið tilbúið til viðræðna sé þess óskað. Play Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Um leið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður aðstandendur flugfélagsins Play afsökunar á yfirlýsingum sínum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu langt undirbúningur þess er kominn. Ragnar Þór fundaði með forsvarsmönnum Play á dögunum, að frumkvæði þeirra, eftir að Ragnar hafði ýjað að því að flugfélagið væri í „skattaskjólsbraski.“ Það gerði Ragnar Þór í færslu á mánudag sem hann ritaði vegna umræðunnar um að flugfélögin Bláfugl og Play gætu fyllt skarð Icelandair, færi það í þrot. Fátt hefur verið fyrirferðameira í fréttum síðustu daga en tilraunir stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu út úr kórónuveiruhremmingunum og kjarasamningaumleitanir við flugstéttir Icelandair, ekki síst flugfreyjur. „Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerviverktöku í gegnum starfsmannaleigur? Þó ekki sé út frá flugöryggissjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta,“ skrifaði Ragnar Þór um Bluebird og Play, við litla hrifningu stjórnenda þess síðarnefnda. Þeir buðu Ragnari til fundar við sig til að svara þessum ásökunum hans og segir formaður VR í færslu í dag að hann hafi þegið boðið - „enda ekki annað í boði en að standa fyrir máli sínu sé þess óskað.“ Kjörin komu á óvart Fundur þeirra hafi staðið í tvo tíma og verið hinn áhugaverðasti, ekki síst í ljósi þess hversu vel undirbúningur Play gengur að sögn Ragnars. „Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri,“ skrifar Ragnar Þór. Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, minntist á þetta í samtali við fjölmiðla í síðustu viku. Flugfélagið sé á leið í loftið, Búið sé að safna nægilegum fjölda fjárfesta til að „keyra flugfélagið áfram“, þó að ekki sé útilokað að fleiri fjárfestar bætist í hópinn. Ytri aðstæður ákvarði hvenær fyrsta vélin tekur á loft. „Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög. Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ skrifar Ragnar Þór í fyrrnefndri færslu sem má sjá hér að neðan. Nýtt flugstéttarfélag tilbúið í viðræður Verkalýðsforinginn segist að sama skapi hafa spurt hvort VR geti sannreynt kjör og kjarasamninga hjá félaginu - „í ljósi ýmissa fullyrðinga sem við höfðum innan úr verkalýðshreyfingunni.“ Það hafi verið auðsótt mál og segir Ragnar að „ekkert sem bendir til þess“ að hægt sé að bendla Play við það sem hann ýjaði að í færslu sinni á mánudag. Í samtali við Mannlíf í dag segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins, að kjarasamningar félagsins við Play séu „góðir og gildir“ og þau séu „mjög sátt með“ með innihald þeirra. Stéttarfélagið varði áður hagsmuni flugmanna WOW air en er nú orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða. Því sé ljóst að „til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað“ eins og það er orðað í umfjöllun Mannlífs. Icelandair sagði í skilaboðum til FFÍ í vikunni að flugfélagið hafi þó ekki leitað á náðir annarra stéttarfélaga í yfirstandandi kjaradeilu. Vignir Örn staðfestir það en segir Íslenska flugstéttarfélagið tilbúið til viðræðna sé þess óskað.
Play Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09
Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43