Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 09:15 Skúli Thoroddsen, sérfræðingur í orkurétti og lögmaður Storm Orku ehf. Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira