Viðskipti innlent

Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Akurnesingurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra nýsköpunar.
Akurnesingurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra nýsköpunar. Vísir/Vilhelm

„Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag.

Á fundinum mun forsætisráðherra kynna markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjallar um áherslur í nýsköpunarmálum og mennta- og menningarmálaráðherra kynnir áherslur í vísindamálum.

Auk ráðherranna taka til máls,

- Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsufræðum,

- Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna,

- Tryggvi Þorgeirsson formaður Tækniþróunarsjóðs,

- Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

Fundurinn verður í Hannesarholti að Grundarstíg 10 frá kl. 12.00 til 12.45.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Truflanir eru á útsendingu Stjórnarráðsins úr Hannesarholti.

Klippa: Vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar - blaðamannafundur ríkisstjórnar




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×