Viðskipti innlent

Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Akurnesingurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra nýsköpunar.
Akurnesingurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra nýsköpunar. Vísir/Vilhelm

„Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag.

Á fundinum mun forsætisráðherra kynna markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjallar um áherslur í nýsköpunarmálum og mennta- og menningarmálaráðherra kynnir áherslur í vísindamálum.

Auk ráðherranna taka til máls,

- Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsufræðum,

- Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna,

- Tryggvi Þorgeirsson formaður Tækniþróunarsjóðs,

- Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

Fundurinn verður í Hannesarholti að Grundarstíg 10 frá kl. 12.00 til 12.45.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Truflanir eru á útsendingu Stjórnarráðsins úr Hannesarholti.

Klippa: Vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar - blaðamannafundur ríkisstjórnar


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.