Karlarnir í aðalhlutverkum í helstu markaðsherferð Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 16:26 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. með svitabandið. @hanneshalldorsson Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann
Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira