Viðskipti innlent

Úlfar Freyr tekur við áhættustýringu Arion banka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úlfar Freyr Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka.
Úlfar Freyr Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka.

Úlfar Freyr Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka. Hann tekur við starfinu af Gísla S. Óttarssyni sem komist hefur að samkomulagi við bankann um starfslok en hann hefur verið framkvæmdastjóri áhættustýringar og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2009.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum mun Gísli láta af störfum um næstu mánaðamót en sinna áfram ráðgjafarverkefnum fyrir bankann.

„Úlfar hóf störf í áhættustýringu Arion banka árið 2013 eftir að hafa starfað hjá Kaupþingi frá árinu 2010, m.a. sem framkvæmdastjóri áhættustýringar. Úlfar var forstöðumaður eignasafnsáhættu Arion banka á árunum 2013-2015 er hann tók við sem forstöðumaður efnahagsáhættu innan áhættustýringar.

Úlfar er doktor í stærðfræði frá Georgia Institute of Technology og með meistarapróf frá sama skóla. Hann er jafnframt með B.S. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningu Arion banka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.