Fleiri fréttir

Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013
Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast.

Námslán hjá Framtíðinni heyra fortíðinni til
Framkvæmdastjóri segir engu að síður að reksturinn hafi gengið mjög vel. Um áherslubreytingu sé að ræða eftir flutning til Kviku banka.

Laaksonen nýr forstjóri Samskipa í Evrópu
Finninn Kari-Pekka Laaksonen hefur verið ráðinn forstjóri samsteypu Samskipa í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu Samskipa.

Ameríkanar endurreisa WOW
Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.

Tölvutek verður dótturfélag Origo
Verslunin Tölvutek, sem hætti starfsemi fyrr í sumar mun taka til starfa að nýju með breyttu sniði á næstunni.

Boða samruna flugrútufyrirtækja vegna óhagstæðra skilyrða
Allrahanda og Reykjavík Sightseeing ætla að sameinast og vísa til hækkun launakostnaðar og annars rekstrarkostnaðar sem hafi skapað óhagstæð rekstrarskilyrði.

Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON
Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi.

Segir of fáa nýta sér séreignarsparnað
Um 60 prósent launþega greiða í séreignarsparnað og hefur hlutfallið lítið breyst síðasta áratug. Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir það vekja sérstaka athygli hversu fáir nýta sér heimild til að greiða inn á húsnæðislán.

Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air
Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air.

Skúli ekki hluti af „We are back“ air
Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag.

Icelandair breytir flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en reiknað hafði verið með og hefur Icelandair því uppfært flugáætlun sína til loka október næstkomandi.

Kaffitár tapaði 115 milljónum
Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.

Kári kaupir í Stoðum fyrir um 300 milljónir
Félag í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, var í hópi þeirra fjárfesta sem keyptu undir lok síðasta mánaðar samtals um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu Stoðum.

Lægstu vextir á landinu
Óverðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækka nú um miðjan mánuð um tæplega eitt prósentustig og fara úr 6,12 prósent í 5,14 prósent. Verða þetta þá lægstu vextir sem í boði eru á slíku lánaformi.

Fái ekki að setja fé í innlán í Seðlabankann
Seðlabankinn vinnur að breytingum sem miða að því að Íbúðalánasjóður fái ekki lengur að ávaxta lausafé sitt á bundnum innlánum í bankanum. Þurfi að leita annarra fjárfestingarkosta. Ætti að auka lánsfé og lækka vexti á markaði.

LEX hagnaðist um 235 milljónir króna í fyrra
Hagnaður LEX, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam 235 milljónum á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi stofunnar, og jókst um tíu milljónir króna frá fyrra ári.

Nýr yfirmaður Medis og breytingar á yfirstjórn
Jo Kim hefur verið ráðin yfirmaður lyfjasölurisans Medis, dótturfélags Actavis, en hún var áður yfir starfsemi Medis í Ástralíu. Hún flytur frá skrifstofu Medis í Sydney til höfuðstöðvanna í Hafnarfirði seinna á árinu.

Emirates kannar möguleikann á að fljúga til Íslands
Fulltrúar Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí sem jafnframt er eitt stærsta flugfélag í heimi, hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að fljúga til Íslands.

Útgáfufélag Fréttablaðsins skilaði 39 milljóna króna hagnaði í fyrra
Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur Torgs voru 2,57 milljarðar króna á árinu.

Ráða starfsfólk vegna fjölgunar gesta frá Kína
Vegna vaxandi áhuga og fjölgunar kínverskra ferðamanna á Íslandi hefur Bláa lónið haft það að markmiði að reyna að vera með einn kínverskumælandi starfsmann á hverri vakt.

Snarhækka verðmat sitt á Símanum
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut.

Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air
Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum.

Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað.

Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka
Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum.

Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun.