Fái ekki að setja fé í innlán í Seðlabankann Hörður Ægisson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Már Guðmundsson lætur af embætti seðlabankastjóra í næsta mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira