Viðskipti innlent

Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli var mest á Seltjarnarnesi.
Hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli var mest á Seltjarnarnesi. Vísir/vilhelm

Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. Ef marka má úttekt verðlagseftirlits ASÍ hafa mestar hækkanir orðið á fasteignasköttum, lóðaleigu og sorphirðugjöldum en jafnframt má finna miklar hækkanir í öllum gjaldaflokkum.

Í úttekt sinni, sem nálgast má í heild sinni á vef ASÍ, nefnir eftirlitið að í mörgum tilfellum hafi fasteignagjöld hækkað um eða yfir 50% og í þó nokkrum tilfellum um 70-100%.

„Sem dæmi um hækkanir á fasteignagjöldum á síðustu sex árum má nefna að fasteignaskattur í fjölbýli hækkar mest í Keflavík, Reykjanesbæ um 136%, hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli er mest 128,4% hjá Seltjarnarneskaupstað og hækkun á lóðaleigu í fjölbýli 122,4% í Keflavík, Reykjanesbæ. Vatnsgjald hefur á tímabilinu hækkað mest í fjölbýli á Selfossi, Sveitarfélaginu Árborg um 69,5% og sorphirðugjald um 114,2% hjá Seltjarnarnesbæ,“ segir í úttektinni.

Nánar má fræðast um málið á vef ASÍ, þar sem m.a. má finna töflur með samanburði á hækkununum eftir sveitarfélögum, breytingar á álaningu þeirra og samtals breytingu á innheimtum fasteignagjöldum þar sem tillit er tekið til breytinga á fasteigna- og lóðamati frá árinu 2013.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.