Viðskipti innlent

Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli var mest á Seltjarnarnesi.
Hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli var mest á Seltjarnarnesi. Vísir/vilhelm
Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. Ef marka má úttekt verðlagseftirlits ASÍ hafa mestar hækkanir orðið á fasteignasköttum, lóðaleigu og sorphirðugjöldum en jafnframt má finna miklar hækkanir í öllum gjaldaflokkum.Í úttekt sinni, sem nálgast má í heild sinni á vef ASÍ, nefnir eftirlitið að í mörgum tilfellum hafi fasteignagjöld hækkað um eða yfir 50% og í þó nokkrum tilfellum um 70-100%.„Sem dæmi um hækkanir á fasteignagjöldum á síðustu sex árum má nefna að fasteignaskattur í fjölbýli hækkar mest í Keflavík, Reykjanesbæ um 136%, hækkun á fráveitugjöldum í fjölbýli er mest 128,4% hjá Seltjarnarneskaupstað og hækkun á lóðaleigu í fjölbýli 122,4% í Keflavík, Reykjanesbæ. Vatnsgjald hefur á tímabilinu hækkað mest í fjölbýli á Selfossi, Sveitarfélaginu Árborg um 69,5% og sorphirðugjald um 114,2% hjá Seltjarnarnesbæ,“ segir í úttektinni.Nánar má fræðast um málið á vef ASÍ, þar sem m.a. má finna töflur með samanburði á hækkununum eftir sveitarfélögum, breytingar á álaningu þeirra og samtals breytingu á innheimtum fasteignagjöldum þar sem tillit er tekið til breytinga á fasteigna- og lóðamati frá árinu 2013.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.