Snarhækka verðmat sitt á Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2019 07:00 Orri Hauksson, forstjóri Símans Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira