Viðskipti innlent

Snarhækka verðmat sitt á Símanum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Orri Hauksson, forstjóri Símans

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hagræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum.

Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum.

Í verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnaðaraðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“.

Verðstríð, brottfall reiki- og heildsölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015.

Greinendur bankans spá 2,5 prósenta tekjuvexti hjá fjarskiptafélaginu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköpunar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur.

Þá telja sérfræðingarnir enn fremur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til samanburðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.