Viðskipti innlent

Tölvutek verður dótturfélag Origo

Andri Eysteinsson skrifar
Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla.
Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla. Vísir/Egill
Verslunin Tölvutek, sem hætti starfsemi fyrr í sumar mun taka til starfa að nýju með breyttu sniði á næstunni. Nýtt félag verður dótturfélag Origo og koma nokkrir starfsmanna hins gamla Tölvuteks að verkefninu.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Origo. Þar segir að stefnt sé að opnun Tölvuteks á tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri, en Tölvutek sáluga hafði einmitt útibú í þeim tveimur bæjarfélögum.Í tilkynningunni á vef Origo segir:„Tölvutek í nýrri mynd mun einbeita sér að sölu á búnaði og lausnum til einstaklinga og heimila. Fyrirtækið mun meðal annars bjóða Lenovo tölvur fyrir einstaklingsmarkað auk tölvubúnaðs frá öðrum þekktum vörumerkjum. Origo mun einbeita sér að sölu og markaðssetningu á Lenovo tölvum og tengdum búnaði til fyrirtækja og stofnana.“


Tengdar fréttir

Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki

Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi.

Tölvutek gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni stjórnar Tölvuteks ehf, sem rak samnefnda verslun við Hallarmúla í Reykjavík og á Akureyri, að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,65
2
12.210
ICESEA
2,5
11
44.496
REITIR
2
5
49.894
SIMINN
1,85
5
69.533
VIS
1,49
1
15.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
0
1
2.100
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.