Viðskipti innlent

Boða samruna flugrútufyrirtækja vegna óhagstæðra skilyrða

Kjartan Kjartansson skrifar
Bæði fyrirtækin hafa haldið úti áætlanaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli.
Bæði fyrirtækin hafa haldið úti áætlanaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Andri Marinó.
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda GL ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. segjast hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Bæði félögin halda meðal annars úti áætlunarakstri til og frá Keflavíkurflugvelli en þau vísa til óhagstæðra rekstrarskilyrða sem ástæðu fyrir samrunanum.Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segjast þau ætla að sameina flugrútureksturinn en einnig afþreyingar- og hópferðir sínar. Fyrirvari sé um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á samrunanum.Allrahanda rekur vörumerkin Gray Line og Airport Express en Reykjavík Sightseeing Invest heldur úti Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus.„Meginástæðan fyrir ákvörðun eigenda fyrirtækjanna um sameiningu er óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafa leitt til óviðunandi afkomu. Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni.Bæði fyrirtækin segjast hafa þegar ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri en þær hafi ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Því telji eigendur þeirra skynsamlegt og ábyrgt að ráðast í sameiningu til að gera reksturinn sjálfbæran.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.