Viðskipti innlent

LEX hagnaðist um 235 milljónir króna í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda LEX lögmannsstofu.
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda LEX lögmannsstofu.
Hagnaður LEX, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam 235 milljónum á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi stofunnar, og jókst um tíu milljónir króna frá fyrra ári.

Rekstrartekjur lögmannsstofunnar námu liðlega 1.220 milljónum króna í fyrra og jukust um 4,7 prósent frá árinu 2017 þegar þær voru 1.165 milljónir króna. Rekstrargjöldin voru ríflega 938 milljónir króna og hækkuðu um 45 milljónir króna á milli ára. Þar af námu laun og launatengd gjöld 722 milljónum króna, sem er 57 milljóna króna aukning frá fyrra ári, en 45 manns störfuðu á lögmannsstofunni á síðasta ári.

LEX átti eignir upp á samanlagt 761 milljón króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé lögmannsstofunnar tæplega 300 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því um 39 prósent.

Í hópi eigenda LEX eru meðal annars hæstaréttarlögmennirnir Arnar Þór Stefánsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Kristín Edwald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×