Viðskipti innlent

LEX hagnaðist um 235 milljónir króna í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda LEX lögmannsstofu.
Arnar Þór Stefánsson, einn eigenda LEX lögmannsstofu.

Hagnaður LEX, einnar stærstu lögmannsstofu landsins, nam 235 milljónum á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi stofunnar, og jókst um tíu milljónir króna frá fyrra ári.

Rekstrartekjur lögmannsstofunnar námu liðlega 1.220 milljónum króna í fyrra og jukust um 4,7 prósent frá árinu 2017 þegar þær voru 1.165 milljónir króna. Rekstrargjöldin voru ríflega 938 milljónir króna og hækkuðu um 45 milljónir króna á milli ára. Þar af námu laun og launatengd gjöld 722 milljónum króna, sem er 57 milljóna króna aukning frá fyrra ári, en 45 manns störfuðu á lögmannsstofunni á síðasta ári.

LEX átti eignir upp á samanlagt 761 milljón króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé lögmannsstofunnar tæplega 300 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því um 39 prósent.

Í hópi eigenda LEX eru meðal annars hæstaréttarlögmennirnir Arnar Þór Stefánsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Kristín Edwald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.