Viðskipti innlent

Útgáfufélag Fréttablaðsins skilaði 39 milljóna króna hagnaði í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir. VÍSIR/VILHELM

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur Torgs voru 2,57 milljarðar króna á árinu.

Þá var EBITDA útgáfufélagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – jákvæð um 109 milljónir króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningnum.

„Frekjulegt inngrip Ríkisútvarpsins í kringum auglýsingasölu í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu seinni part ársins hafði mjög afdrifarík áhrif á rekstur Torgs,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri og helmingshluthafi Torgs.

„Þrátt fyrir yfirgang RÚV á markaði stendur Fréttablaðið framar öllum auglýsingamiðlum á Íslandi, hvort sem um ræðir vef- eða samfélagsmiðla, og skilar hagnaði á síðasta rekstrarári,“ bætir hún við.

Eignir Torgs, sem á og rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, mark­adurinn.is, tímaritið Glamour og tengda starfsemi, námu 1,27 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé félagsins 502 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því 40 prósent.

Sem kunnugt er keypti félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna, nýverið helmingshlut í Torgi og tók Helgi í kjölfarið sæti í stjórn útgáfufélagsins. Félög á vegum Ingibjargar fara með helming í Torgi á móti Helga. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.