Viðskipti innlent

Grænkerar fagna endurkomu Oatly barista

Sylvía Hall skrifar
Þessi mynd birtist á hópnum Vegan Ísland í dag, mörgum til mikillar gleði.
Þessi mynd birtist á hópnum Vegan Ísland í dag, mörgum til mikillar gleði. Facebook

Mynd á Facebook-hópnum Vegan Ísland sem sýndi stútfullar hillur af Oatly barista haframjólk í Nettó á Granda fékk góðar undirtektir í dag. Það er kannski engin furða þar sem mikill skortur hefur verið á umræddri mjólk í þónokkurn tíma.

Oatly barista er í miklum metum hjá grænkerum landsins en mjólkin þykir vera ein sú besta í hópi mjólkur sem ekki er úr dýraafurðum. Kaffibarþjónar landsins bera henni einnig vel söguna en líkt og nafnið gefur til kynna er hægt að freyða hana í kaffidrykki og var hún í grunninn hugsuð til þess.

Í desember á síðasta ári sendu framleiðendur Oatly frá sér tilkynningu þar sem fram kom að ekki væri hægt að anna eftirspurn og því þyrfti að forgangsraða vinsælli vörum í framleiðslu. Skorturinn á mjólkinni fór illa í marga aðdáendur og grínuðust margir með að selja sínar fernur fyrir tugi þúsunda.

Þegar Vegan búðin fékk svo takmarkað magn af mjólkinn í febrúar máttu viðskiptavinir aðeins kaupa fjóra lítra, það er fjórar fernur, svo flestir gætu fengið að njóta.
Í samtali við fréttastofu sagði starfsmaður Nettó að mjólkin hefði selst vel í dag. Það væri augljóst að mikil aðsókn væri í mjólkina en grænkerar þurfa ekki að örvænta því töluvert magn er enn til.


Tengdar fréttir

Haframjólk uppseld

Framleiðendur Oatly-haframjólkurvara hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir útskýra að þeir geti ekki annað eftirspurn eftir vörum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.